SÆJA INTERIORS

Hönnunarstofan Sæja interiors tekur að sér heildarhönnun fyrir heimili og fyrirtæki og hefur stofan unnið með fjölmörgum viðskiptavinum þar sem áhersla er lögð á sérsniðin og fáguð rými fyrir heimili, verslanir, hótel og veitingastaði. Það sem einkennir verkin eru andstæður þar sem blandað er saman ólíkum efnum og áferðum við hreinar línur þar sem smáatriði og lýsing skipta máli. Rýmin eru vel úthugsuð en áreynslulaus og hlýleg, rými sem eldast vel og heimili sem gott er að búa á.

Sæja interiors er hönnunarstofa rekin af Sæbjörgu Guðjónsdóttur eða Sæju eins og hún er alltaf kölluð. Sæja útskrifaðist sem innanhússhönnuður árið 2011 frá KLC School of Design / University of Brighton og hlaut John Cullen Lighting Design verðlaunin það árið. Frá útskrift hefur Sæja starfað á arkitektastofunni The Manser Practice í London ásamt því að hafa komið að hönnun verslana, veitingastaða og hótela og tekið þátt í samkeppnum í samstarfi við hönnuði og arkitekta bæði heima og erlendis. Sæja kom alfarið aftur heim árið 2014 og stofnaði þá sína eigin stofu, Sæja interiors.